Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta nam 20 milljörðum í dag

Skuldabréfavelta nam rúmlega 19,9 milljörðum króna í dag. Mest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 12,6 milljarða.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,39% í heildarviðskiptum uppá rúmlega eina og hálfa milljón króna sem þykir með eindæmum lítil viðskipti.

Stendur vísitalan nú í 740,6 stigum og lækkaði Færeyjabanki um 1,24% í viðskiptum dagsins en önnur félög stóðu í stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×