Viðskipti innlent

MP Banki með mesta veltu á skuldabréfamarkaði

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka.
MP Banki var með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands fyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Nasdaq OMXI.

Velta bankans nam 846 milljörðum króna sem er 28,6% af allri veltu skuldabréfa í Kauphöllinni á þessum tíma .

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði fyrstu sjö mánuði ársins nam tæplega 3.000 milljörðum króna og hefur áhugi fjárfesta á skuldabréfum aukist mikið síðustu mánuði. Þessi velta miðast við veltu hjá kaupendum og seljendum þannig að umrædd 3.000 milljarða króna velta er í rauninni tvöföld heildarvelta á skuldabréfamarkaði.

Þess má geta að viðskipti í Kauphöll Íslands samanstanda nú nær eingöngu af viðskiptum með skuldabréf. Viðskiptin eru í markflokkum ríkisbréfa, verðtryggðum bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði og óverðtryggðum bréfum útgefnum af Lánasýslu ríkisins.






Tengdar fréttir

„Viðskiptavinir okkar bera traust til MP Banka“

„Við erum að sjá alveg gríðarlega aukningu í skuldabréfaveltu eftir fall stóru viðskiptabankanna. Bankinn er að byggja skuldabréfamiðlunina markvisst upp og ég tel að þessi hlutdeild MP Banka sýni að okkar viðskiptavinir bera traust til bankans," segir Styrkár Hendriksson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×