Í gæsluvarðhaldi vegna hrottalegrar nauðgunar 16. júní 2009 16:02 Hæstiréttur taldi rétt að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi til 10. júlí. Mynd/ Valli Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. júlí vegna meintrar nauðgunar í Reykjavík. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Til rannsóknar hjá lögreglu er meint brot mannsins gegn konu sem hann hitti á skemmtistað í miðbænum þann 21. maí. Hún var þar að skemmta sér með vinnufélögum og hitti manninn sem bauð henni upp á drykk. Konan sagði að hann hafi stigið í vænginn við hana en hún ekki goldið í sömu mynt, verandi gift kona. Engu að síður hafi farið vel á með þeim. Þegar skemmtistaðnum var lokað hitti hún manninn fyrir utan staðinn. Þau hafi tekið leigubíl saman úr miðbænum þar sem að bíl hans hefði verið stolið. Þau hafi svo farið út úr leigubílnum á sama stað og ákærði reynt að kyssa hana. Hún hafi þá ýtt honum í burtu með þeim orðum að hún væri gift en við hafi hann orðið „kolbrjálaður". Að sögn konunnar barði maðurinn höfði hennar utan í húsvegg, „dröslað" henni til og frá eftir mölinni, slitið nærbuxurnar af henni og muni hún eftir því að hafa séð hann halda utan um getnaðarliminn og ota honum að henni. Hann hafi snúið henni við og byrjað að hafa við hana samræði. Skoðaðar voru upptökur úr öryggismyndavélum utan við skemmtistaðinn og á þeim hafi sést hve óstöðug hún væri á fótunum. Þá hafi einnig samkvæmt niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði mælst 2,20 ‰ í blóði Y og yfir 3 ‰ í þvagi og hafi hún því verið undir miklum áhrifum áfengis þegar blóðsýnið hafi verið tekið. Ljóst sé að hún hafi því síður verið í stakk búin til þess að sporna gegn verknaðinum en ella. Eitt vitni bar svo við að hafa séð manninn bera konuna á bakinu. Einnig var tekin skýrsla af tveimur vitnum sem gengu fram á fórnarlambið illa til reika og með sjáanlega áverka. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. júlí vegna meintrar nauðgunar í Reykjavík. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Til rannsóknar hjá lögreglu er meint brot mannsins gegn konu sem hann hitti á skemmtistað í miðbænum þann 21. maí. Hún var þar að skemmta sér með vinnufélögum og hitti manninn sem bauð henni upp á drykk. Konan sagði að hann hafi stigið í vænginn við hana en hún ekki goldið í sömu mynt, verandi gift kona. Engu að síður hafi farið vel á með þeim. Þegar skemmtistaðnum var lokað hitti hún manninn fyrir utan staðinn. Þau hafi tekið leigubíl saman úr miðbænum þar sem að bíl hans hefði verið stolið. Þau hafi svo farið út úr leigubílnum á sama stað og ákærði reynt að kyssa hana. Hún hafi þá ýtt honum í burtu með þeim orðum að hún væri gift en við hafi hann orðið „kolbrjálaður". Að sögn konunnar barði maðurinn höfði hennar utan í húsvegg, „dröslað" henni til og frá eftir mölinni, slitið nærbuxurnar af henni og muni hún eftir því að hafa séð hann halda utan um getnaðarliminn og ota honum að henni. Hann hafi snúið henni við og byrjað að hafa við hana samræði. Skoðaðar voru upptökur úr öryggismyndavélum utan við skemmtistaðinn og á þeim hafi sést hve óstöðug hún væri á fótunum. Þá hafi einnig samkvæmt niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði mælst 2,20 ‰ í blóði Y og yfir 3 ‰ í þvagi og hafi hún því verið undir miklum áhrifum áfengis þegar blóðsýnið hafi verið tekið. Ljóst sé að hún hafi því síður verið í stakk búin til þess að sporna gegn verknaðinum en ella. Eitt vitni bar svo við að hafa séð manninn bera konuna á bakinu. Einnig var tekin skýrsla af tveimur vitnum sem gengu fram á fórnarlambið illa til reika og með sjáanlega áverka. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira