Viðskipti innlent

Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum í 25%

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda dráttarvöxtum óbreyttum í 25% í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. febrúar 2009 breytast vextir óverðtryggðra lána úr 21,0% í 20,0% og skaðabótavextir verða 13,3% en voru áður 14,0%. Vextir eru því eftirfarandi: Óverðtryggð lán 20,0%, skaðabótakröfur 13,3% og verðtryggð lán 5,9%.

Breyting hefur orðið á lögum um vexti og verðtryggingu. Samkvæmt breyttu ákvæði geta dráttarvextir nú breyst mánaðarlega. Einnig hefur ákvæði um vanefndaálag breyst þannig að nú er álagið fast 7%. Dráttarvextir verða óbreyttir 25,0% á tímabilinu 1. til 28. febrúar 2009. Grunnur dráttarvaxta er 18,0% og vanefndaálag í 7,0%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×