Viðskipti innlent

Ríkisvíxlasjóður Kaupþings hlýtur góðar viðtökur

 

Mikill áhugi hefur verið á Ríkisvíxlasjóði sem er verðbréfasjóður rekinn af Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir um þremur mánuðum hafa um tvö þúsund einstaklingar, lífeyrissjóðir og fagfjárfestar fjárfest í sjóðnum, samtals fyrir á sjöunda milljarð króna. Þetta er talsvert meira en væntingar stóðu til.

Í tilkynningu segir að fjárfestar geri sér grein fyrir að hratt vaxtalækkunarferli er hafið og beina því sjónum sínum í æ ríkari mæli að traustum ávöxtunarleiðum eins og Ríkisvíxlasjóði. Þá mætir sjóðurinn vel þörfum viðskiptavina sem vilja litlar sveiflur og fjárfesta í ríkistryggðum eignum.

Ríkisvíxlasjóður samanstendur af víxlum og stuttum skuldabréfum útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins. Að auki er sjóðnum heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum.

„Sjóðurinn hentar vel fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt til þriggja mánaða eða lengur og halda sveiflum í ávöxtun í lágmarki. Þá er hægt að innleysa úr sjóðnum með eins dags fyrirvara. Frá stofnun sjóðsins 2. febrúar 2009 til 13. maí 2009 hefur gengi hans hækkað um 3,7%," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×