Stjórn JJB Sports reynir að finna þann sem keypti hlut Kaupþings 14. apríl 2009 08:28 Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum. Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum.
Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent