2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi 14. apríl 2009 06:00 Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir. Það er augljóst að þessir peningar komu ekki nema að litlu leyti til Íslands enda væru annars allar götur hér úr marmara og ljósastaurar úr gulli. Ábyrgð þeirra sem veittu þessi lán er ekki minni en þeirra sem tóku þau. Íslenska þjóðin getur hvorki ábyrgst þessar skuldir né verið sett fram sem veð fyrir þeim. Þegar þjóð er komin í þá stöðu sem Ísland er komið í verða menn að staldra við, fara yfir stöðuna og leggja á það kalt mat hvað við getum greitt, hvað við eigum að greiða og hvernig við eigum að gera það. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðin framkvæmi hluti sem eru óframkvæmanlegir og því blasir við að við verðum að gera skuldunautum okkar það ljóst af auðmýkt. Lunginn af íslenskum stjórnmálamönnum sem nú bjóða sig fram til að leysa úr vanda þjóðarinnar virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem blasir við þjóðinni við að stoppa í 150 milljarða gat sem orsakað er að mestum hluta af gríðarlegum vaxtagreiðslum og tekjusamdrætti ríkisins. Í eldhúsdagsumræðu kom fram ein tillaga frá Samfylkingunni, þ.e. að ganga í Evrópusambandið, en VG og Sjálfstæðisflokkur slógu um sig með frösum á borð við „við leysum þetta mál" og „við förum í gegnum þetta saman". Allur tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja er 120 milljarðar og þótt hann sé tvöfaldaður dugir það ekki til að stoppa í fjárlagagatið. Frjálslyndi flokkurinn kom einn fram með beinar tillögur um að auka tekjur með aukningu þorskveiða um 100.000 tonn sem gæfi þjóðarbúinu tugi milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Frjálslyndi flokkurinn leggur sömuleiðis til lækkun vaxta og afnám verðtryggingar frá og með síðustu áramótum. Skattatillögur Samfylkingar og Vinstri grænna eru athyglisverðar, á hverja þær eiga að leggjast og hverju þær eiga að bjarga. Þrátt fyrir að skattar yrðu hækkaðir hér upp úr öllu valdi duga skattahækkanir aldrei til þess að stoppa upp í nema pínulítinn hluta gatsins. Engin leið er að ná sköttum inn í ríkissjóð sem einhverju nemi nema hann lendi á millitekjufólki. Er það ekki einmitt fólkið sem átti að slá skjaldborg um? Þá vitum við hvernig það er gert ¿ með aukinni skattheimtu. Eina leiðin til að komast út úr þessari stöðu er að framleiða sig út úr henni. Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni og aðhaldssemi dugar heldur ekki til að loka 150 milljarða gati. Aukin skattheimta dregur þess utan mátt úr atvinnulífinu sem það má alls ekki við. Hér þarf að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi og skapa henni skilyrði. Það gengur ekki að hér fari hundruð manns á atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum, stöðugleika í gjaldmiðlinum og miklu lægri vöxtum. Þetta vita allir og viðurkenna, en síðasta vaxtalækkun sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld eru hvorki að hugsa um hag heimila né fyrirtækja í landinu. Nær allar aðrar þjóðir eru komnar með stýrivexti upp á 0-2% en við erum enn með 15,5% stýrivexti, væntanlega þá til þess að slá á þenslu! Höfundur er í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir. Það er augljóst að þessir peningar komu ekki nema að litlu leyti til Íslands enda væru annars allar götur hér úr marmara og ljósastaurar úr gulli. Ábyrgð þeirra sem veittu þessi lán er ekki minni en þeirra sem tóku þau. Íslenska þjóðin getur hvorki ábyrgst þessar skuldir né verið sett fram sem veð fyrir þeim. Þegar þjóð er komin í þá stöðu sem Ísland er komið í verða menn að staldra við, fara yfir stöðuna og leggja á það kalt mat hvað við getum greitt, hvað við eigum að greiða og hvernig við eigum að gera það. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðin framkvæmi hluti sem eru óframkvæmanlegir og því blasir við að við verðum að gera skuldunautum okkar það ljóst af auðmýkt. Lunginn af íslenskum stjórnmálamönnum sem nú bjóða sig fram til að leysa úr vanda þjóðarinnar virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem blasir við þjóðinni við að stoppa í 150 milljarða gat sem orsakað er að mestum hluta af gríðarlegum vaxtagreiðslum og tekjusamdrætti ríkisins. Í eldhúsdagsumræðu kom fram ein tillaga frá Samfylkingunni, þ.e. að ganga í Evrópusambandið, en VG og Sjálfstæðisflokkur slógu um sig með frösum á borð við „við leysum þetta mál" og „við förum í gegnum þetta saman". Allur tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja er 120 milljarðar og þótt hann sé tvöfaldaður dugir það ekki til að stoppa í fjárlagagatið. Frjálslyndi flokkurinn kom einn fram með beinar tillögur um að auka tekjur með aukningu þorskveiða um 100.000 tonn sem gæfi þjóðarbúinu tugi milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Frjálslyndi flokkurinn leggur sömuleiðis til lækkun vaxta og afnám verðtryggingar frá og með síðustu áramótum. Skattatillögur Samfylkingar og Vinstri grænna eru athyglisverðar, á hverja þær eiga að leggjast og hverju þær eiga að bjarga. Þrátt fyrir að skattar yrðu hækkaðir hér upp úr öllu valdi duga skattahækkanir aldrei til þess að stoppa upp í nema pínulítinn hluta gatsins. Engin leið er að ná sköttum inn í ríkissjóð sem einhverju nemi nema hann lendi á millitekjufólki. Er það ekki einmitt fólkið sem átti að slá skjaldborg um? Þá vitum við hvernig það er gert ¿ með aukinni skattheimtu. Eina leiðin til að komast út úr þessari stöðu er að framleiða sig út úr henni. Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni og aðhaldssemi dugar heldur ekki til að loka 150 milljarða gati. Aukin skattheimta dregur þess utan mátt úr atvinnulífinu sem það má alls ekki við. Hér þarf að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi og skapa henni skilyrði. Það gengur ekki að hér fari hundruð manns á atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum, stöðugleika í gjaldmiðlinum og miklu lægri vöxtum. Þetta vita allir og viðurkenna, en síðasta vaxtalækkun sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld eru hvorki að hugsa um hag heimila né fyrirtækja í landinu. Nær allar aðrar þjóðir eru komnar með stýrivexti upp á 0-2% en við erum enn með 15,5% stýrivexti, væntanlega þá til þess að slá á þenslu! Höfundur er í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar