Viðskipti innlent

Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum

Sigurjón Þ. Árnason fyrrv. bankastjóri Landsbankans og Hannes Smárason fyrrv. forstjóri FL Group.
Sigurjón Þ. Árnason fyrrv. bankastjóri Landsbankans og Hannes Smárason fyrrv. forstjóri FL Group.
Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki.

Sjálfstæðisflokkurinn þáði samtals sextíu milljónir króna í styrki frá FL group og Landsbankanum árið 2006, áður en lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi.

Mikið hefur verið rætt um REI málið svonefnda í tengslum við málið, en FL group var stór hluthafi í Geysi Green Energy, og Hannes Smárason, þá forstjóri FL var stjórnarformaður Geysis Green.

Minna hefur verið rætt að Landsbankinn fór í svipað samstarf við opinbert fyrirtæki í orkumálum.Það var í mars árið 2007 sem Landsbankinn og Landsvirkjun stofnuðu saman félagið Hydrokraft invest, sem átti að fara í orkuútrás með vatnsaflsvirkjanir. Lítið varð úr þessum áformum.

Sigurjón Þ: Árnason þá bankastjóri Landsbankans fór mikinn um þessar mundir og sagði á Iðnþingi að um þær mundir væri akkurat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin

Sigurjón á einn að hafa séð um styrkinn til Sjálfstæðisflokksins. Menn hafa spurt hvort styrkir FL Group og Landsbankans eigi að afgreiða sem mútur.

Landsbankinn greiðir Sjálfstæðisflokknum 30 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn. Landsvirkjun, fyrirtæki að öllu leyti í eigu ríkisins fer í samstarf við bankann um orkuútrás

FL group greiðir sjálfstæðisflokknum 30 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur, sem þá er undir forystu sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer í samstarf við Geysi Green um orkuútrás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×