Viðskipti innlent

Ölgerðin sameinar starfsemi sína undir eitt þak

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, Pétur Kristján Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri og Októ Einarsson, stjórnarformaður, stilla sér upp við glæný bruggtæki í anddyri nýja hússins.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, Pétur Kristján Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri og Októ Einarsson, stjórnarformaður, stilla sér upp við glæný bruggtæki í anddyri nýja hússins.
Þeim áfanga var fagnað í dag að Ölgerðin hefur sameinað alla starfsemi sína undir eitt þak. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi gesta hafi lagt leið sína í Grjótháls og til að skoða nýbygginguna sem hýsir skrifstofur og vöruhótel.

Áður var starfsemi fyrirtækisins á sjö stöðum víðs vegar um bæinn en nú eru Danól, Egils, Hressing og Gnótt sameinuð á einum stað undir merkjum Ölgerðarinnar.

Af þessu tilefni var haldin mikil hátíð, gestir á öllum aldri kynntu sér starfsemina, rifjuðu upp söguna og nutu  veitinga og skemmtiatriða. Vöruhótelið í nýju byggingunni er risavaxið og til gamans var það mælt að þar gætu rúmast 16 milljón stykki af ½ lítra appelsínflöskum, að fram kemur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×