Erlent

Morðalda í Mexíkó

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn á morðsstað.
Lögreglumenn á morðsstað. Mynd/AP

Fjórir menn fundust skotnir til bana í bifreið nálægt landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna í vikunni. Bifreiðin fannst í útjaðri borgarinnar Ciudad Juarez.

Talið er víst að morðin tengist eiturlyfjastríðinu sem geisar í Mexíkó, bæði milli eiturlyfjasala og yfirvalda og eiturlyfjasala innbyrðis.

Stríð er réttnefni um þessi átök því í Ciudad Juarez einni saman hafa um 1600 manns verið myrtir það sem af er þessu ári.

Eiturlyfjabarónarnir ráða yfir svo vel vopnuðum herjum að her og lögregla í Mexíkó á fullt í fangi við að hafa við þeim.

Lögreglu- og embættismenn sem berjast gegn barónunum eru myrtir umvörpum. Mikið af vopnunum sem glæpamennirnir nota er keypt frá Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×