Körfuboltamaðurinn Ron Artest hjá LA Lakers er mikill aðdáandi Michael Jackson. Hann hefur ákveðið að votta Jackson virðingu sína með því að taka upp hip-hop lag og breyta um treyjunúmer.
Artest ætlar að vera númer 37 til minningar um Jackson. Það er vegna þess að Thriller var í efsta sæti vinsældarlista í 37 vikur.
Hægt er að hlusta á lagið hans Artest með því að smella hér en viðlagið er sérlega skemmtilegt.