Viðskipti innlent

Hefur áhyggjur af fjármögnun útlána Lánasjóðs sveitarfélaga

Ingimar Karl Helgason skrifar
Útboðin skiluðu minna en búist var við.
Útboðin skiluðu minna en búist var við.

Framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga hefur áhyggjur af fjármögnun útlána sjóðsins. Síðustu þrjú skuldabréfaútboð sjóðsins hafa ekki skilað því sem að var stefnt.

Lánasjóður sveitarfélaga er opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaganna. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum, hagstæð lán og ábyrgðir. Sjóðurinn lánar aðeins til verkefna sem hafa efnahagslega þýðingu.

Sjóðurinn safnar fé meðal annars með því að gefa út skuldabréf. Það hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið.

Sjóðurinn hefur fengið um 200 milljónir króna hjá fjárfestum í þremur útboðum. Stefnan hafi hins vegar verið að fá að minnsta kosti milljarð króna.

Þetta hafi áhrif á getu lánasjóðsins til að mæta fjárþörf sveitarfélaga.

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir þetta ekki merki um að menn treysti ekki getu sveitarfélaga til að greiða lán sín. Skuldabréfaútboð Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sýni það.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×