Viðskipti innlent

Landsbankinn í London lánaði útrásarvíkingum 130 milljarða króna

Frá Landsbankanum í London.
Frá Landsbankanum í London.
Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum koma eignir Landsbankans í London til með að ganga upp í skuldir íslenska ríkisins vegna Icesave innistæðna.

Sú upphæð sem íslenska ríkið ábyrgist vegna þeirra nemur 2.2 milljörðum punda í Bretlandi og rétt rúmum milljarði í Hollandi, alls 3.25 milljörðum punda eða 654 milljörðum íslenskra króna samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands í dag.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu námu heildarútlán Landsbankans til íslensku útrásarinnar að minnsta kosti 130 milljörðum króna, mestur hluti af þeirri upphæð fór til fyrrum eiganda bankans og Baugs.

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×