Lífeyrissjóðir og ferðaþjónusta 8. júní 2009 06:00 Magnús Orri Schram skrifar um atvinnuuppbyggingu Samkvæmt fjölmiðlum undanfarna daga hafa Lífeyrissjóðir landsins sérstaklega horft til tveggja verkefna til að finna farveg fyrir fjárfestingar sínar og styrkja atvinnulíf landsmanna. Til skoðunar eru framkvæmdir við Háskólasjúkrahús og tvöföldum Hvalfjarðarganga. Því ber að fagna að lífeyrissjóðir hyggjast koma markvisst að endurreisn íslensks atvinnulífs. Uppbyggingu nýs sjúkrahúss ber að skoða gaumgæfilega og mun hafa fjölmarga kosti í för með sér. Hvalfjarðargöng voru framfaraskref á sínum tíma en tvöföldun þeirra í dag er hins vegar í ósamræmi við þá forgangsröðun sem þarf að viðhafa nú um stundir. Mín skoðun er sú að fjármunum sjóðanna eigi að verja til verkefna sem nýtast vaxtarbroddum í atvinnulífi landsmanna og þar vil ég sérstaklega tiltaka ferðaþjónustuna. Eitt dæmi innan þess geira er vert að nefna. Um þessar mundir eru til umræðu hugmyndir um uppbyggingu á okkar vinsælustu ferðamannastöðum og horft er til möguleika á gjaldtöku/skattlagningu á ferðamönnum. Til greina kemur að setja upp gjaldtöku við komu eða brottför til landsins, við kaup á gistingu eða á stöðunum sjálfum. Hér myndi ég vilja sjá lífeyrissjóði grípa strax inn í með afgerandi hætti og leggja fram stofnfé til framkvæmda til bættrar þjónustu við okkar helstu náttúruperlur. Þannig gætum við farið strax í mannaflsfrekar framkvæmdir og um leið stutt við bakið á helsta vaxtarbroddi íslensks atvinnulífs. Lífeyrissjóðirnir myndu svo fá sitt fjármagn til baka yfir lengri tíma, í gegnum þá leið sem valin verður við öflun áðurnefndra skatttekna. Þannig yrði fjárfesting Lífeyrissjóðanna til að bæta þjónustu við ferðamenn, styrkja atvinnulíf landsmanna og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til lengri tíma en ekki til að stytta ferðatíma. Sjóðirnir myndu einnig mæta kröfum um arðsemi fjárfestinga. Allar ákvarðanir á vettvangi ríkis, banka eða lífeyrissjóða, eiga að leggja grunn að nýrri sókn í atvinnumálum þjóðarinnar. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða á að mótast af þeirri framtíðarsýn. Að mínu mati fellur tvöföldun Hvalfjarðarganga ekki í þann flokk. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Magnús Orri Schram skrifar um atvinnuuppbyggingu Samkvæmt fjölmiðlum undanfarna daga hafa Lífeyrissjóðir landsins sérstaklega horft til tveggja verkefna til að finna farveg fyrir fjárfestingar sínar og styrkja atvinnulíf landsmanna. Til skoðunar eru framkvæmdir við Háskólasjúkrahús og tvöföldum Hvalfjarðarganga. Því ber að fagna að lífeyrissjóðir hyggjast koma markvisst að endurreisn íslensks atvinnulífs. Uppbyggingu nýs sjúkrahúss ber að skoða gaumgæfilega og mun hafa fjölmarga kosti í för með sér. Hvalfjarðargöng voru framfaraskref á sínum tíma en tvöföldun þeirra í dag er hins vegar í ósamræmi við þá forgangsröðun sem þarf að viðhafa nú um stundir. Mín skoðun er sú að fjármunum sjóðanna eigi að verja til verkefna sem nýtast vaxtarbroddum í atvinnulífi landsmanna og þar vil ég sérstaklega tiltaka ferðaþjónustuna. Eitt dæmi innan þess geira er vert að nefna. Um þessar mundir eru til umræðu hugmyndir um uppbyggingu á okkar vinsælustu ferðamannastöðum og horft er til möguleika á gjaldtöku/skattlagningu á ferðamönnum. Til greina kemur að setja upp gjaldtöku við komu eða brottför til landsins, við kaup á gistingu eða á stöðunum sjálfum. Hér myndi ég vilja sjá lífeyrissjóði grípa strax inn í með afgerandi hætti og leggja fram stofnfé til framkvæmda til bættrar þjónustu við okkar helstu náttúruperlur. Þannig gætum við farið strax í mannaflsfrekar framkvæmdir og um leið stutt við bakið á helsta vaxtarbroddi íslensks atvinnulífs. Lífeyrissjóðirnir myndu svo fá sitt fjármagn til baka yfir lengri tíma, í gegnum þá leið sem valin verður við öflun áðurnefndra skatttekna. Þannig yrði fjárfesting Lífeyrissjóðanna til að bæta þjónustu við ferðamenn, styrkja atvinnulíf landsmanna og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til lengri tíma en ekki til að stytta ferðatíma. Sjóðirnir myndu einnig mæta kröfum um arðsemi fjárfestinga. Allar ákvarðanir á vettvangi ríkis, banka eða lífeyrissjóða, eiga að leggja grunn að nýrri sókn í atvinnumálum þjóðarinnar. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða á að mótast af þeirri framtíðarsýn. Að mínu mati fellur tvöföldun Hvalfjarðarganga ekki í þann flokk. Höfundur er alþingismaður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun