Segir birgðastöðu HB Granda að ná eðlilegu jafnvægi 10. febrúar 2009 12:14 Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fer yfir stöðu fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að birgðastaðan fari batnandi og sé að færast nær eðlilegu jafnvægi. Í bréfinu fjallar Eggert um skuldir og eigið fé HB Granda og segir m.a. að eiginfjárstaðan hafi aldrei orðið neikvæð. Þá greinir hann einnig frá framvirkum samningum með gjaldeyri og að enn hafi ekkert gengið í samningum við gömlu bankanna um uppgjör á þeim samningum. Hvað birgðastöðuna varðar segir Eggert að erlendir kaupendur sjávarafurða hafa undanfarið nokkuð haldið að sér höndum og reynt sitt ýtrasta til þess að halda litlar birgðir. Þessa varð skýrast vart um áramót, en lág birgðastaða í áramótauppgjöri var mörgum erlendum viðskiptavinum sérstakt keppikefli. „Þessi þróun ýtti undir aukið birgðahald hjá mörgum framleiðendum, sem aftur leiddi til nokkurrar lækkunar afurðaverða á ýmsum mörkuðum. Hafa þar að nokkru gengið til baka þær verðhækkanir, sem orðið hafa undanfarin misseri," segir Eggert í bréfinu. „Hins vegar er ekki talið að neysla á sjávarafurðum hafi dregist saman svo neinu nemi. Því til staðfestingar er þegar komið í ljós að sala hefur almennt gengið vel það sem af er nýju ári og virðast birgðir því vera að færast nálægt eðlilegu jafnvægi." Þá kemur fram hjá Eggert að það sé ekkert nýtt að verð á sjávarafurðum sveiflist. Tímabundin birgðasöfnun er heldur ekkert nýmæli. „Okkar hlutverk við þessar aðstæður er að nýta þann sveigjanleika, sem í fyrirtækinu býr, til þess að beina sjávarfanginu inn á þær vinnsluleiðir, vörutegundir og markaði, þar sem það verður að mestum verðmætum. Meira getur þurft fyrir því að hafa nú en endranær, en verkefnið er skýrt," segir í bréfinu. Eggert greinir frá því að undanfarnar vikur hafi hann ásamt markaðsfólki fyrirtækisins heimsótt stærstu viðskiptavini í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu, nú síðast í Rússlandi. „Afstaða okkar kúnna er alls staðar skýr. Þeir leggja mikla áherslu á áframhaldandi gott samstarf við HB Granda og leggja metnað í að gera sem mest verðmæti úr þeim gæðavörum, sem þeir kaupa frá okkur, hvort sem er til frekari vinnslu eða til dreifingar í verslanir og á veitingastaði. Náið samstarf við viðskiptavinina er happadrýgsta leiðin til þess að stýra okkur í gegnum það öldurót, sem víða geisar," segir Eggert. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fer yfir stöðu fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að birgðastaðan fari batnandi og sé að færast nær eðlilegu jafnvægi. Í bréfinu fjallar Eggert um skuldir og eigið fé HB Granda og segir m.a. að eiginfjárstaðan hafi aldrei orðið neikvæð. Þá greinir hann einnig frá framvirkum samningum með gjaldeyri og að enn hafi ekkert gengið í samningum við gömlu bankanna um uppgjör á þeim samningum. Hvað birgðastöðuna varðar segir Eggert að erlendir kaupendur sjávarafurða hafa undanfarið nokkuð haldið að sér höndum og reynt sitt ýtrasta til þess að halda litlar birgðir. Þessa varð skýrast vart um áramót, en lág birgðastaða í áramótauppgjöri var mörgum erlendum viðskiptavinum sérstakt keppikefli. „Þessi þróun ýtti undir aukið birgðahald hjá mörgum framleiðendum, sem aftur leiddi til nokkurrar lækkunar afurðaverða á ýmsum mörkuðum. Hafa þar að nokkru gengið til baka þær verðhækkanir, sem orðið hafa undanfarin misseri," segir Eggert í bréfinu. „Hins vegar er ekki talið að neysla á sjávarafurðum hafi dregist saman svo neinu nemi. Því til staðfestingar er þegar komið í ljós að sala hefur almennt gengið vel það sem af er nýju ári og virðast birgðir því vera að færast nálægt eðlilegu jafnvægi." Þá kemur fram hjá Eggert að það sé ekkert nýtt að verð á sjávarafurðum sveiflist. Tímabundin birgðasöfnun er heldur ekkert nýmæli. „Okkar hlutverk við þessar aðstæður er að nýta þann sveigjanleika, sem í fyrirtækinu býr, til þess að beina sjávarfanginu inn á þær vinnsluleiðir, vörutegundir og markaði, þar sem það verður að mestum verðmætum. Meira getur þurft fyrir því að hafa nú en endranær, en verkefnið er skýrt," segir í bréfinu. Eggert greinir frá því að undanfarnar vikur hafi hann ásamt markaðsfólki fyrirtækisins heimsótt stærstu viðskiptavini í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu, nú síðast í Rússlandi. „Afstaða okkar kúnna er alls staðar skýr. Þeir leggja mikla áherslu á áframhaldandi gott samstarf við HB Granda og leggja metnað í að gera sem mest verðmæti úr þeim gæðavörum, sem þeir kaupa frá okkur, hvort sem er til frekari vinnslu eða til dreifingar í verslanir og á veitingastaði. Náið samstarf við viðskiptavinina er happadrýgsta leiðin til þess að stýra okkur í gegnum það öldurót, sem víða geisar," segir Eggert.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira