Viðskipti innlent

Viðskiptaráðherra í Harvard og Yale

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fór til Bandaríkjanna 26. og 27. febrúar. Hann hélt fyrirlestra um íslenskt efnahagslíf og sérstaklega endurreisnarstarfið fyrir sérfræðinga Harvard og Yale háskóla.

Þann 26. hélt hann fyrirlestur við Kennedy School of Government við Harvard og daginn eftir við Yale School of Management. Þá átti ráðherra viðræður við ýmsa sérfræðinga skólanna um efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda.

Auk þess ræddi hann við fjölmiðlamenn, íslenska útflytjendur sem starfa á Bandaríkjamarkaði og Bandaríkjamenn sem eiga eða fyrirhuga viðskipti við Ísland.

Þess má geta að viðskiptaráðherra hefur doktorspróf í hagfræði frá Yale háskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu








Fleiri fréttir

Sjá meira


×