Dularfullur sjóður 10. desember 2009 19:20 Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins.
Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47
Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40