Dularfullur sjóður 10. desember 2009 19:20 Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins.
Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47
Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40