Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum 7. september 2009 12:23 Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust. Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust.
Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira