Ísland með lökustu lífskjörin á Norðurlöndunum 7. september 2009 13:01 Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ein vinsælasta hagtalan á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) er vísitala sem lýsir því hvar best sé að búa í efnahagslegu tilliti. Vísitalan segir til um hvernig landsframleiðsla á mann hefur verið að þróast leiðrétt fyrir verðlagsþróun í einstökum löndum. Vísitalan er stillt af þannig að sé hún yfir 100 er kaupmáttur landsframleiðslunnar í viðkomandi landi meiri en í ESB löndunum að meðaltali. Hið gagnstæða gildir ef vísitalan er lægri en 100. Ísland hefur á undanförnum árum, a.m.k. fram á árið í ár, getað boðið íbúum sínum upp á efnahagsleg lífskjör sem eru umfram það sem gengur og gerist í ESB löndunum að meðaltali. Ofangreind vísitala stóð þannig í tæplega 119 í fyrra og á svipuðum slóðum og norrænu löndin að Noregi undanskildu. Í Danmörku var vísitalan ríflega 118 í fyrra, í Svíþjóð stóð hún í ríflega 121 og í Finnlandi 115. Tölurnar fyrir Noreg eru hins vegar litaðar af mikilli olíuframleiðslu, og er vísitalan hjá þeim því afar há í þessum samanburði. Ísland hefur samkvæmt þessum mælikvarða getað boðið íbúum sínum efnahagsleg lífgæði sem eru betri en þau sem finnast í ýmsum löndum í mið-Evrópu s.s. Ítalíu og Frakklandi. Þrátt fyrir það að efnahagsleg lífskjör hér á landi dali nú nýtur landinn þeirrar góðu stöðu sem var fyrir kreppuna. Lettland og Litháen hafa t.d. þurft að glíma við mikinn samdrátt í sínu efnahagslífi undanfarið. Það sem gerir stöðu mála þar hins vegar enn erfiðari eru þau lélegu efnahagslegu lífskjör sem þar voru fyrir. Var ofangreind vísitala 56 í fyrra í Lettlandi og 61 í Litháen. Af öðrum löndum sem eru lág á þessum lista má nefna Króatíu með 63, Slóveníu með 90, Rúmeníu með 46, Pólland með 58, Ungverjaland með 63 og Möltu með 76. Afar ólíklegt er að kreppan hér á landi verði svo djúp að hún sendi efnahagsleg lífsgæði hér á landi niður í það sem er í þessum löndum. Hún gæti hins vegar fært stöðu landans hvað þetta varðar niður að meðaltali ESB ríkjanna. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ein vinsælasta hagtalan á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) er vísitala sem lýsir því hvar best sé að búa í efnahagslegu tilliti. Vísitalan segir til um hvernig landsframleiðsla á mann hefur verið að þróast leiðrétt fyrir verðlagsþróun í einstökum löndum. Vísitalan er stillt af þannig að sé hún yfir 100 er kaupmáttur landsframleiðslunnar í viðkomandi landi meiri en í ESB löndunum að meðaltali. Hið gagnstæða gildir ef vísitalan er lægri en 100. Ísland hefur á undanförnum árum, a.m.k. fram á árið í ár, getað boðið íbúum sínum upp á efnahagsleg lífskjör sem eru umfram það sem gengur og gerist í ESB löndunum að meðaltali. Ofangreind vísitala stóð þannig í tæplega 119 í fyrra og á svipuðum slóðum og norrænu löndin að Noregi undanskildu. Í Danmörku var vísitalan ríflega 118 í fyrra, í Svíþjóð stóð hún í ríflega 121 og í Finnlandi 115. Tölurnar fyrir Noreg eru hins vegar litaðar af mikilli olíuframleiðslu, og er vísitalan hjá þeim því afar há í þessum samanburði. Ísland hefur samkvæmt þessum mælikvarða getað boðið íbúum sínum efnahagsleg lífgæði sem eru betri en þau sem finnast í ýmsum löndum í mið-Evrópu s.s. Ítalíu og Frakklandi. Þrátt fyrir það að efnahagsleg lífskjör hér á landi dali nú nýtur landinn þeirrar góðu stöðu sem var fyrir kreppuna. Lettland og Litháen hafa t.d. þurft að glíma við mikinn samdrátt í sínu efnahagslífi undanfarið. Það sem gerir stöðu mála þar hins vegar enn erfiðari eru þau lélegu efnahagslegu lífskjör sem þar voru fyrir. Var ofangreind vísitala 56 í fyrra í Lettlandi og 61 í Litháen. Af öðrum löndum sem eru lág á þessum lista má nefna Króatíu með 63, Slóveníu með 90, Rúmeníu með 46, Pólland með 58, Ungverjaland með 63 og Möltu með 76. Afar ólíklegt er að kreppan hér á landi verði svo djúp að hún sendi efnahagsleg lífsgæði hér á landi niður í það sem er í þessum löndum. Hún gæti hins vegar fært stöðu landans hvað þetta varðar niður að meðaltali ESB ríkjanna.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira