Ísland með lökustu lífskjörin á Norðurlöndunum 7. september 2009 13:01 Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ein vinsælasta hagtalan á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) er vísitala sem lýsir því hvar best sé að búa í efnahagslegu tilliti. Vísitalan segir til um hvernig landsframleiðsla á mann hefur verið að þróast leiðrétt fyrir verðlagsþróun í einstökum löndum. Vísitalan er stillt af þannig að sé hún yfir 100 er kaupmáttur landsframleiðslunnar í viðkomandi landi meiri en í ESB löndunum að meðaltali. Hið gagnstæða gildir ef vísitalan er lægri en 100. Ísland hefur á undanförnum árum, a.m.k. fram á árið í ár, getað boðið íbúum sínum upp á efnahagsleg lífskjör sem eru umfram það sem gengur og gerist í ESB löndunum að meðaltali. Ofangreind vísitala stóð þannig í tæplega 119 í fyrra og á svipuðum slóðum og norrænu löndin að Noregi undanskildu. Í Danmörku var vísitalan ríflega 118 í fyrra, í Svíþjóð stóð hún í ríflega 121 og í Finnlandi 115. Tölurnar fyrir Noreg eru hins vegar litaðar af mikilli olíuframleiðslu, og er vísitalan hjá þeim því afar há í þessum samanburði. Ísland hefur samkvæmt þessum mælikvarða getað boðið íbúum sínum efnahagsleg lífgæði sem eru betri en þau sem finnast í ýmsum löndum í mið-Evrópu s.s. Ítalíu og Frakklandi. Þrátt fyrir það að efnahagsleg lífskjör hér á landi dali nú nýtur landinn þeirrar góðu stöðu sem var fyrir kreppuna. Lettland og Litháen hafa t.d. þurft að glíma við mikinn samdrátt í sínu efnahagslífi undanfarið. Það sem gerir stöðu mála þar hins vegar enn erfiðari eru þau lélegu efnahagslegu lífskjör sem þar voru fyrir. Var ofangreind vísitala 56 í fyrra í Lettlandi og 61 í Litháen. Af öðrum löndum sem eru lág á þessum lista má nefna Króatíu með 63, Slóveníu með 90, Rúmeníu með 46, Pólland með 58, Ungverjaland með 63 og Möltu með 76. Afar ólíklegt er að kreppan hér á landi verði svo djúp að hún sendi efnahagsleg lífsgæði hér á landi niður í það sem er í þessum löndum. Hún gæti hins vegar fært stöðu landans hvað þetta varðar niður að meðaltali ESB ríkjanna. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ein vinsælasta hagtalan á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) er vísitala sem lýsir því hvar best sé að búa í efnahagslegu tilliti. Vísitalan segir til um hvernig landsframleiðsla á mann hefur verið að þróast leiðrétt fyrir verðlagsþróun í einstökum löndum. Vísitalan er stillt af þannig að sé hún yfir 100 er kaupmáttur landsframleiðslunnar í viðkomandi landi meiri en í ESB löndunum að meðaltali. Hið gagnstæða gildir ef vísitalan er lægri en 100. Ísland hefur á undanförnum árum, a.m.k. fram á árið í ár, getað boðið íbúum sínum upp á efnahagsleg lífskjör sem eru umfram það sem gengur og gerist í ESB löndunum að meðaltali. Ofangreind vísitala stóð þannig í tæplega 119 í fyrra og á svipuðum slóðum og norrænu löndin að Noregi undanskildu. Í Danmörku var vísitalan ríflega 118 í fyrra, í Svíþjóð stóð hún í ríflega 121 og í Finnlandi 115. Tölurnar fyrir Noreg eru hins vegar litaðar af mikilli olíuframleiðslu, og er vísitalan hjá þeim því afar há í þessum samanburði. Ísland hefur samkvæmt þessum mælikvarða getað boðið íbúum sínum efnahagsleg lífgæði sem eru betri en þau sem finnast í ýmsum löndum í mið-Evrópu s.s. Ítalíu og Frakklandi. Þrátt fyrir það að efnahagsleg lífskjör hér á landi dali nú nýtur landinn þeirrar góðu stöðu sem var fyrir kreppuna. Lettland og Litháen hafa t.d. þurft að glíma við mikinn samdrátt í sínu efnahagslífi undanfarið. Það sem gerir stöðu mála þar hins vegar enn erfiðari eru þau lélegu efnahagslegu lífskjör sem þar voru fyrir. Var ofangreind vísitala 56 í fyrra í Lettlandi og 61 í Litháen. Af öðrum löndum sem eru lág á þessum lista má nefna Króatíu með 63, Slóveníu með 90, Rúmeníu með 46, Pólland með 58, Ungverjaland með 63 og Möltu með 76. Afar ólíklegt er að kreppan hér á landi verði svo djúp að hún sendi efnahagsleg lífsgæði hér á landi niður í það sem er í þessum löndum. Hún gæti hins vegar fært stöðu landans hvað þetta varðar niður að meðaltali ESB ríkjanna.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira