Spánverjar eru sigurstranglegastir á EM í körfu sem hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2009 13:00 Pau Gasol og Spanverjar vonast eftir sínum fyrsta Evrópumeistaratitli í körfubolta karla. Mynd/AFP Evrópukeppni landsliða í körfubolta hefst í Póllandi í dag en sextán bestu körfuboltaþjóðir álfunnar munu þar berjast um Evrópumeistaratitilinn. Þetta verður í 36. skiptið sem keppt erum Evrópumeistaratitilinn í körfubolta en Rússar unnu titilinn fyrir tveimur árum. Spánverjar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar en sex sinnum orðið í öðru sæti þar á meðal í síðustu keppni sem var haldin á þeirra eigin heimavelli. Spænska liðið tapaði þá 60-59 fyrir Rússum í úrslitaleik. „Við vorum einnig sigurstranglegastir fyrir tveimur árum og við vitum hvernig það fór. Það er ekki auðvelt að vinna titla," sagði Sergio Scariolo, þjálfari spænska liðsins sem tapaði einnig úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Spánverjar mæta með NBA-stjörnurnar Pau Gasol, Rudy Fernández og Marc Gasol auk þess sem að Ricky Rubio var valinn í NBA-nýliðavalinu í sumar og þeir Jorge Garbajosa, Juan Carlos Navarro og Raúl López hafa allir spilað í NBA. Pau Gasol meiddist reyndar á fingri á æfingu og þurfti að fara í smá aðgerð en ætti að vera klár fyrir fyrsta leikinn á móti Serbíu í dag. Spánverjar fengu silfur á EM 2007, 2003, 1999, 1983, 1973 og í fyrstu keppninni 1935. Evrópumeistarar Rússa eru bæði án leikstjórnandans JR Holden og NBA-leikmannsins Andrei Kirilenko sem var valinn besti leikmaður síðustu EM. þjóðverjar þurfa einnig að sætta sig að leik án síns besta leikmanns því Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks bannaði Dirk Nowitzki að vera með á mótinu. Dirk Nowitzki hefur verið stigahæsti leikmaður á þremur af síðustu fjórum EM en hann skoraði 28,7 stig í leik 2001, var með 26,1 stig í leik 2005 og skoraði 24,0 stig að meðaltali í síðustu keppni. Tony Parker er hinsvegar með Frökkum sem eru með flest núverandi NBA-leikmenn í sínu liði því auk Parker eru þeir Nicolas Batum (Portland), Ian Mahinmi (San Antonio), Boris Diaw (Charlotte) og Ronny Turiaf (Golden State) einnig með franska liðinu á EM. Frakkar enduðu aðeins í áttunda sæti á síðustu EM og vilja ólmir bæta fyrir það. Leikir dagsins á EM A-riðill Makedónía-Grikkland (Kl. 14.30) Króatía-Ísrael (Kl. 17.15) B-riðill Rússland-Lettland (Kl. 14.30) Frakkland-Þýskaland (Kl. 17.15) C-riðill Bretland-Slóvenía (Kl. 16.15) Serbía-Spánn (Kl. 19.00) D-riðill Pólland-Búlgaría (Kl. 16.15) Tyrkland-Litháen (Kl. 19.15) Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Evrópukeppni landsliða í körfubolta hefst í Póllandi í dag en sextán bestu körfuboltaþjóðir álfunnar munu þar berjast um Evrópumeistaratitilinn. Þetta verður í 36. skiptið sem keppt erum Evrópumeistaratitilinn í körfubolta en Rússar unnu titilinn fyrir tveimur árum. Spánverjar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar en sex sinnum orðið í öðru sæti þar á meðal í síðustu keppni sem var haldin á þeirra eigin heimavelli. Spænska liðið tapaði þá 60-59 fyrir Rússum í úrslitaleik. „Við vorum einnig sigurstranglegastir fyrir tveimur árum og við vitum hvernig það fór. Það er ekki auðvelt að vinna titla," sagði Sergio Scariolo, þjálfari spænska liðsins sem tapaði einnig úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Spánverjar mæta með NBA-stjörnurnar Pau Gasol, Rudy Fernández og Marc Gasol auk þess sem að Ricky Rubio var valinn í NBA-nýliðavalinu í sumar og þeir Jorge Garbajosa, Juan Carlos Navarro og Raúl López hafa allir spilað í NBA. Pau Gasol meiddist reyndar á fingri á æfingu og þurfti að fara í smá aðgerð en ætti að vera klár fyrir fyrsta leikinn á móti Serbíu í dag. Spánverjar fengu silfur á EM 2007, 2003, 1999, 1983, 1973 og í fyrstu keppninni 1935. Evrópumeistarar Rússa eru bæði án leikstjórnandans JR Holden og NBA-leikmannsins Andrei Kirilenko sem var valinn besti leikmaður síðustu EM. þjóðverjar þurfa einnig að sætta sig að leik án síns besta leikmanns því Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks bannaði Dirk Nowitzki að vera með á mótinu. Dirk Nowitzki hefur verið stigahæsti leikmaður á þremur af síðustu fjórum EM en hann skoraði 28,7 stig í leik 2001, var með 26,1 stig í leik 2005 og skoraði 24,0 stig að meðaltali í síðustu keppni. Tony Parker er hinsvegar með Frökkum sem eru með flest núverandi NBA-leikmenn í sínu liði því auk Parker eru þeir Nicolas Batum (Portland), Ian Mahinmi (San Antonio), Boris Diaw (Charlotte) og Ronny Turiaf (Golden State) einnig með franska liðinu á EM. Frakkar enduðu aðeins í áttunda sæti á síðustu EM og vilja ólmir bæta fyrir það. Leikir dagsins á EM A-riðill Makedónía-Grikkland (Kl. 14.30) Króatía-Ísrael (Kl. 17.15) B-riðill Rússland-Lettland (Kl. 14.30) Frakkland-Þýskaland (Kl. 17.15) C-riðill Bretland-Slóvenía (Kl. 16.15) Serbía-Spánn (Kl. 19.00) D-riðill Pólland-Búlgaría (Kl. 16.15) Tyrkland-Litháen (Kl. 19.15)
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira