Spánverjar eru sigurstranglegastir á EM í körfu sem hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2009 13:00 Pau Gasol og Spanverjar vonast eftir sínum fyrsta Evrópumeistaratitli í körfubolta karla. Mynd/AFP Evrópukeppni landsliða í körfubolta hefst í Póllandi í dag en sextán bestu körfuboltaþjóðir álfunnar munu þar berjast um Evrópumeistaratitilinn. Þetta verður í 36. skiptið sem keppt erum Evrópumeistaratitilinn í körfubolta en Rússar unnu titilinn fyrir tveimur árum. Spánverjar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar en sex sinnum orðið í öðru sæti þar á meðal í síðustu keppni sem var haldin á þeirra eigin heimavelli. Spænska liðið tapaði þá 60-59 fyrir Rússum í úrslitaleik. „Við vorum einnig sigurstranglegastir fyrir tveimur árum og við vitum hvernig það fór. Það er ekki auðvelt að vinna titla," sagði Sergio Scariolo, þjálfari spænska liðsins sem tapaði einnig úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Spánverjar mæta með NBA-stjörnurnar Pau Gasol, Rudy Fernández og Marc Gasol auk þess sem að Ricky Rubio var valinn í NBA-nýliðavalinu í sumar og þeir Jorge Garbajosa, Juan Carlos Navarro og Raúl López hafa allir spilað í NBA. Pau Gasol meiddist reyndar á fingri á æfingu og þurfti að fara í smá aðgerð en ætti að vera klár fyrir fyrsta leikinn á móti Serbíu í dag. Spánverjar fengu silfur á EM 2007, 2003, 1999, 1983, 1973 og í fyrstu keppninni 1935. Evrópumeistarar Rússa eru bæði án leikstjórnandans JR Holden og NBA-leikmannsins Andrei Kirilenko sem var valinn besti leikmaður síðustu EM. þjóðverjar þurfa einnig að sætta sig að leik án síns besta leikmanns því Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks bannaði Dirk Nowitzki að vera með á mótinu. Dirk Nowitzki hefur verið stigahæsti leikmaður á þremur af síðustu fjórum EM en hann skoraði 28,7 stig í leik 2001, var með 26,1 stig í leik 2005 og skoraði 24,0 stig að meðaltali í síðustu keppni. Tony Parker er hinsvegar með Frökkum sem eru með flest núverandi NBA-leikmenn í sínu liði því auk Parker eru þeir Nicolas Batum (Portland), Ian Mahinmi (San Antonio), Boris Diaw (Charlotte) og Ronny Turiaf (Golden State) einnig með franska liðinu á EM. Frakkar enduðu aðeins í áttunda sæti á síðustu EM og vilja ólmir bæta fyrir það. Leikir dagsins á EM A-riðill Makedónía-Grikkland (Kl. 14.30) Króatía-Ísrael (Kl. 17.15) B-riðill Rússland-Lettland (Kl. 14.30) Frakkland-Þýskaland (Kl. 17.15) C-riðill Bretland-Slóvenía (Kl. 16.15) Serbía-Spánn (Kl. 19.00) D-riðill Pólland-Búlgaría (Kl. 16.15) Tyrkland-Litháen (Kl. 19.15) Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Evrópukeppni landsliða í körfubolta hefst í Póllandi í dag en sextán bestu körfuboltaþjóðir álfunnar munu þar berjast um Evrópumeistaratitilinn. Þetta verður í 36. skiptið sem keppt erum Evrópumeistaratitilinn í körfubolta en Rússar unnu titilinn fyrir tveimur árum. Spánverjar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar en sex sinnum orðið í öðru sæti þar á meðal í síðustu keppni sem var haldin á þeirra eigin heimavelli. Spænska liðið tapaði þá 60-59 fyrir Rússum í úrslitaleik. „Við vorum einnig sigurstranglegastir fyrir tveimur árum og við vitum hvernig það fór. Það er ekki auðvelt að vinna titla," sagði Sergio Scariolo, þjálfari spænska liðsins sem tapaði einnig úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Spánverjar mæta með NBA-stjörnurnar Pau Gasol, Rudy Fernández og Marc Gasol auk þess sem að Ricky Rubio var valinn í NBA-nýliðavalinu í sumar og þeir Jorge Garbajosa, Juan Carlos Navarro og Raúl López hafa allir spilað í NBA. Pau Gasol meiddist reyndar á fingri á æfingu og þurfti að fara í smá aðgerð en ætti að vera klár fyrir fyrsta leikinn á móti Serbíu í dag. Spánverjar fengu silfur á EM 2007, 2003, 1999, 1983, 1973 og í fyrstu keppninni 1935. Evrópumeistarar Rússa eru bæði án leikstjórnandans JR Holden og NBA-leikmannsins Andrei Kirilenko sem var valinn besti leikmaður síðustu EM. þjóðverjar þurfa einnig að sætta sig að leik án síns besta leikmanns því Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks bannaði Dirk Nowitzki að vera með á mótinu. Dirk Nowitzki hefur verið stigahæsti leikmaður á þremur af síðustu fjórum EM en hann skoraði 28,7 stig í leik 2001, var með 26,1 stig í leik 2005 og skoraði 24,0 stig að meðaltali í síðustu keppni. Tony Parker er hinsvegar með Frökkum sem eru með flest núverandi NBA-leikmenn í sínu liði því auk Parker eru þeir Nicolas Batum (Portland), Ian Mahinmi (San Antonio), Boris Diaw (Charlotte) og Ronny Turiaf (Golden State) einnig með franska liðinu á EM. Frakkar enduðu aðeins í áttunda sæti á síðustu EM og vilja ólmir bæta fyrir það. Leikir dagsins á EM A-riðill Makedónía-Grikkland (Kl. 14.30) Króatía-Ísrael (Kl. 17.15) B-riðill Rússland-Lettland (Kl. 14.30) Frakkland-Þýskaland (Kl. 17.15) C-riðill Bretland-Slóvenía (Kl. 16.15) Serbía-Spánn (Kl. 19.00) D-riðill Pólland-Búlgaría (Kl. 16.15) Tyrkland-Litháen (Kl. 19.15)
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira