Forseti Íslands sannfærði stjórnendur Singer & Friedlander Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2009 13:41 Tony Shearer segist sjálfur hafa varað breska fjármálaeftirlitið við yfirtöku Kaupþings. Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing yfirtók bankann árið 2005. Hann hefur verið afar gagnrýninn á yfirtökuna eftir að Singer & Friedlander var settur í greiðslustöðvun í október síðastliðnum. Hann bar vitni fyrir breskri þingnefnd í febrúar síðastliðnum. Þá sagðist hann hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Í síðustu viku ítrekaði hann svo gagnrýni sína á breska fjármálaeftirlitið. Af lýsingu Guðjóns að dæma var Shearer hins vegar samþykkur viðskiptunum. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi snúið sér til Ólafs Ragnars til að sýna fram á að þeir hefðu trúnað og traust á Íslandi. Vorið 2004 hafi svo þeir Paul Selway-Swift bankaráðsformaður og Shearer komið til Íslands. Að beiðni Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsmanna hafi forseti Íslands boðið þeim til langs hádegisverðar á Bessastöðum ásamt Kaupþingsmönnum. Þar hafi Ólafur Ragnar haldið fram ágæti Kaupþingsmanna og tíundað hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til viðræðna við Íslendinga. „Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfærast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaupþingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessastöðum hafa skipt verulegu máli. Í nóvember 2005 stóð KB banki fyrir hófi í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af kaupum sínum á Singer & Friedlander. Þar voru viðstaddir Tony Shearer, fráfarandi bankastjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson. Í hófinu þakkaði Sigurður Einarsson forseta Íslands sérstaklega fyrir þátt hans í því að af kaupunum varð," segir Guðjón í bókinni. Tengdar fréttir Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30 Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47 Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing yfirtók bankann árið 2005. Hann hefur verið afar gagnrýninn á yfirtökuna eftir að Singer & Friedlander var settur í greiðslustöðvun í október síðastliðnum. Hann bar vitni fyrir breskri þingnefnd í febrúar síðastliðnum. Þá sagðist hann hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Í síðustu viku ítrekaði hann svo gagnrýni sína á breska fjármálaeftirlitið. Af lýsingu Guðjóns að dæma var Shearer hins vegar samþykkur viðskiptunum. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi snúið sér til Ólafs Ragnars til að sýna fram á að þeir hefðu trúnað og traust á Íslandi. Vorið 2004 hafi svo þeir Paul Selway-Swift bankaráðsformaður og Shearer komið til Íslands. Að beiðni Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsmanna hafi forseti Íslands boðið þeim til langs hádegisverðar á Bessastöðum ásamt Kaupþingsmönnum. Þar hafi Ólafur Ragnar haldið fram ágæti Kaupþingsmanna og tíundað hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til viðræðna við Íslendinga. „Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfærast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaupþingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessastöðum hafa skipt verulegu máli. Í nóvember 2005 stóð KB banki fyrir hófi í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af kaupum sínum á Singer & Friedlander. Þar voru viðstaddir Tony Shearer, fráfarandi bankastjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson. Í hófinu þakkaði Sigurður Einarsson forseta Íslands sérstaklega fyrir þátt hans í því að af kaupunum varð," segir Guðjón í bókinni.
Tengdar fréttir Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30 Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47 Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30
Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12
Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47
Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28
Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11