Lífið

Lindsay reynir að bjarga ferlinum

Hin 23 ára gamla leikkona, Lindsay Lohan, hefur ekki fengið mörg boð um kvikmyndaleik undanfarin misseri. Kvikmyndaframleiðendum hefur ekki þótt fýsilegur kostur að hafa hina skemmtanaglöðu leikkonu á launaskrá sinni. Auk þess hafa heldur margar neikvæðar fréttir birst af henni sem hafa að margra mati ekki hjálpað ferli hennar.

Frægt er orðið þegar hún hafnaði en hún hafnaði hlutverki í grínmyndinni The Hangover sem slegið hefur í gegn.

Þrátt fyrir það hefur Lindsay ákveðið að reyna að bjarga ferli sínum og þáði hún boð um hlutverk í kvikmyndinni Machete en tökur eru hafnar. Meðal leikara í myndinni auk Lindsay eru

stórstjarnan Robert De Niro, Jessica Alba, Don Johnson og sjálfur Steven Seagal.

Myndin verður frumsýnd á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.