Skattaskuldir Dana vaxa hratt 22. júní 2009 08:31 Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Til samanburðar námu þessar skuldir 25 milljörðum danskra kr. á sama tíma í fyrra og 23,5 milljörðum dkr. árið 2007. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands-Posten segir að fjármálakreppunni sé yfirleitt kennt um þessa þróun og því er einn af yfirmönnum danska skattsins, Kim Bak, sammála. „Kreppan þýðir að fyrirtækin eru með minna fé milli handanna og reyna því að slá skattgreiðslum sínum á frest," segir Bak. En kreppan útskýrir ekki þessa þróun í heild að sögn formanns samtaka starfsmanna skattsins í Danmörku, Jörn Rise. Hann segir að þróunin sé að hluta til vegna aðstæðna á skattstofum landsins. Hann bendir á að síðan að skattstofur ríkisins og sveitarfélagana voru sameinaðar fyrir nokkrum árum hefur starfsmönnum sem vinna á þeim fækkað um 1.000 manns. Þar að auki séu ýmsar hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir framundan sem létti ekki róðurinn. Í umfjöllun Jyllands-Posten kemur ennfremur fram að tafir við að taka upp nýtt tölvukerfi hjá skattinum hjálpi ekki til við þetta vandamál. Ekki er von á þessu kerfi fyrr en á næsta ári eins og staðan er nú. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Til samanburðar námu þessar skuldir 25 milljörðum danskra kr. á sama tíma í fyrra og 23,5 milljörðum dkr. árið 2007. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands-Posten segir að fjármálakreppunni sé yfirleitt kennt um þessa þróun og því er einn af yfirmönnum danska skattsins, Kim Bak, sammála. „Kreppan þýðir að fyrirtækin eru með minna fé milli handanna og reyna því að slá skattgreiðslum sínum á frest," segir Bak. En kreppan útskýrir ekki þessa þróun í heild að sögn formanns samtaka starfsmanna skattsins í Danmörku, Jörn Rise. Hann segir að þróunin sé að hluta til vegna aðstæðna á skattstofum landsins. Hann bendir á að síðan að skattstofur ríkisins og sveitarfélagana voru sameinaðar fyrir nokkrum árum hefur starfsmönnum sem vinna á þeim fækkað um 1.000 manns. Þar að auki séu ýmsar hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir framundan sem létti ekki róðurinn. Í umfjöllun Jyllands-Posten kemur ennfremur fram að tafir við að taka upp nýtt tölvukerfi hjá skattinum hjálpi ekki til við þetta vandamál. Ekki er von á þessu kerfi fyrr en á næsta ári eins og staðan er nú.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira