Innlent

Þyrlan kölluð út vegna slyss um borð í togara

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi eftir að togarinn Gnúpur GK frá Grindavík hafði samband við stjórnstöð eftir slys um borð í togaranum. Læknir úr áhöfn þyrlunnar fékk upplýsingar um ástand skipverjans og ákveðið var að hann yrði sóttur. Maðurinn féll um borð og er með bakmeiðsli að því er fram kemur í tilkynningu frá gæslunni frá því í gærkvöldi. Togarinn var staddur á Reykjaneshrygg eða við efnahagslögsögumörkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×