Erlent

Sautján létust á indverskum kjörstað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverjar tilbúnir með skilríkin á kjörstað.
Indverjar tilbúnir með skilríkin á kjörstað.

Sautján manns, þar af nokkrir lögreglumenn, létust í árás hryðjuverkamanna úr röðum maóista á kjörstað á Indlandi í gær. Auk þess var þremur opinberum starfsmönnum rænt. Þingkosningar standa nú yfir í landinu og hafa maóistar haft uppi ýmsar hótanir um hryðjuverk á kjörstöðum en 700 milljónir Indverja velja nú milli Kongressflokksins og Janataflokksins, sem er flokkur þjóðernissinnaðra hindúa. Áætluð lok kosninganna eru um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×