„Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli“ 31. mars 2009 11:58 Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira