Viðskipti innlent

Segir tilboð Íslandsbanka til skuldara vera hlægilegt

Marínó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir að tilboð Íslandsbanka til skuldara í vanda sé hlægilegt. Þetta kemur fram á bloggsíðu Marínós.

„Höfuðstóll gengistryggðra lána hefur hækkað um 100% (50% lækkun krónunnar) og Íslandsbanki býður 25% lækkun, sem nemur því að taka helminginn af hækkuninni til baka. 10 milljón króna lán sem orðið var að 20 m.kr. fer niður í 15 m.kr.," segir Marínó á bloggsíðu sinni. „Ef þeir hefðu boðið leiðréttingu í 11-12 m.kr., þá hefði mátt ræða málið. Nei, þetta er eins og þjófurinn sem stal tveimur sjónvörpum ætli að skila öðru.

Íslandsbanki verður að bjóða betur, ef hann vill láta taka sig alvarlega. Gleymir hann því að mikil vafi leikur á um lögmæti gengistryggðra lána?

Það eru aftur frábærar fréttir að ríkisskattstjóri telur leiðréttinguna ekki skattskylda."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×