Viðskipti innlent

Spáir 9% ársverðbólgu í október

Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%.

 

 

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að búast megi við að föt og skór muni hækka vísitöluna nokkuð í október eins og venjan er á þessum árstíma.

 

Að öðru leyti má gera ráð fyrir að hækkanir innflutningsverðs verði tiltölulega hóflegar eins og þær hafa verið síðustu mánuði (þegar leiðrétt er fyrir útsöluáhrifum) enda hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði.

 

„Við gerum ráð fyrir lítilsháttar áhrifum húsnæðis til hækkunar vísitölunnar en á móti má gera ráð fyrir smávægilegri lækkun eldsneytisverðs," segir í Markaðspunktunum.

 

„Í nóvember verða árstíðabundnar verðhækkanir minni en í október og gerum við ráð fyrir 0,4% hækkun neysluverðs í þeim mánuði."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×