Viðskipti innlent

Breskt atvinnuástand versnar áður en það batnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bretar flykkjast á vinnumiðlunarskrifstofu.
Bretar flykkjast á vinnumiðlunarskrifstofu. MYND/Reuters

Breska vinnumálastofnunin spáir því að ekki fari að sjá til sólar í atvinnumálum þar í landi fyrr en eftir mitt ár 2010 en þangað til eigi að minnsta kosti 250.000 manns til viðbótar eftir að missa vinnuna. Nýjustu atvinnuleysistölur eru síðan í október en þá voru tvær og hálf milljón vinnufærra Breta án atvinnu. Þrátt fyrir að stofnunin spái því að næsta ár verði betra en það sem nú er að ljúka segir í skýrslu frá henni að allar líkur séu á því að yfir tvær milljónir verði að jafnaði án atvinnu allt fram á miðjan næsta áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×