Pistill: Icesave klúðrið verður skrýtnara Friðrik Indriðason skrifar 24. júlí 2009 20:18 Klúðrið í kringum Icesave samninginn verður skrýtnara með hverjum deginum sem líður og betur kemur í ljós hve bláeyg samninganefnd Íslands stóð sig illa í málinu. Það nýjasta er að Ísland á að borga fyrir lögfræði/umsýslukostnað Breta og Hollendinga. Upphæð sem nemur eitthvað á fjórða milljarð kr. Hvaða endemis rugl er verið að bjóða þjóðinni upp á hér. Bretar og Hollendingar hafa fyrir löngu gert upp við alla innistæðueigendur Icesave reikninga í löndum sínum. Allavega voru breskir fjölmiðlar fullir af fréttum um það s.l. vetur. Þetta var gert með því að nota Icesave-kerfið sem var til staðar. Kostnaðurinn var í mesta lagi nokkrir starfsmenn til að keyra kerfið, ekki einhverjir milljarðar kr. Verkið tafðist að vísu eitthvað út af rugli í kerfinu. Endurgreiðslur til Icesave-eigenda voru eitt aðalmál breskra fjölmiðla í nóvember á síðasta ári. Þær hófust upp úr miðjum þeim mánuði og var lokið uppúr áramótum. Svipaða sögu er að segja í Hollandi. Samt kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram í fjölmiðlum og segir að fyrrgreindir milljarðar séu til að borga kostnað Breta og Hollendinga við að koma greiðslum til Icesave innistæðueigenda. Hvaða andsk. greiðslur er ráðherrann að tala um? Eigum við Íslendingar að borga þetta Landsbankakjaftæði tvisvar? Sá grunur læðist að manni að lögmaðurinn Ragnar Hall hafi rétt fyrir sér og að þetta sé þrátt fyrir allt lögfræðikostnaður og þá væntanlega að hluta til greiðslur til samninganefndar Breta. Sú nefnd er sennilega enn að brosa að íslensku samninganefndinni sem virðist hafa kokgleypt allt sem Bretarnir lögðu fyrir framan hana. En hvort sem er mun það rétt hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir að þetta er eins og að borga fyrir vöndinn sem flengir mann. Eftir á að hyggja átti íslenska samninganefndin að bjóða Bretum og Hollendinum upp á tvennt. Fá Landsbankann eins og hann lagði sig. Eða við fengjum Landsbankann, gerðum upp þessar 20.000 evrur á haus og síðan mættu Bretar og Hollendingar hirða það sem eftir var af hræinu. Samninganefndin taldi sig að vísu að hluta til bundin af misvitrum ákvörðunum sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók eftir bankahrunið s.l. haust. En nefndin átti að halda því stíft fram að þær ákvarðanir voru teknar undir þrýstingi og hótunum og því ekki gildar að mati núverandi stjórnvalda. Icesave verður að gera upp með einu eða öðru móti. Nánasta framtíð landsins er í húfi. Sá samningur sem liggur fyrir gengur hinsvegar ekki. Alþingi verður að koma sér saman um fyrirvara sem sníða verstu agnúana af samningnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Klúðrið í kringum Icesave samninginn verður skrýtnara með hverjum deginum sem líður og betur kemur í ljós hve bláeyg samninganefnd Íslands stóð sig illa í málinu. Það nýjasta er að Ísland á að borga fyrir lögfræði/umsýslukostnað Breta og Hollendinga. Upphæð sem nemur eitthvað á fjórða milljarð kr. Hvaða endemis rugl er verið að bjóða þjóðinni upp á hér. Bretar og Hollendingar hafa fyrir löngu gert upp við alla innistæðueigendur Icesave reikninga í löndum sínum. Allavega voru breskir fjölmiðlar fullir af fréttum um það s.l. vetur. Þetta var gert með því að nota Icesave-kerfið sem var til staðar. Kostnaðurinn var í mesta lagi nokkrir starfsmenn til að keyra kerfið, ekki einhverjir milljarðar kr. Verkið tafðist að vísu eitthvað út af rugli í kerfinu. Endurgreiðslur til Icesave-eigenda voru eitt aðalmál breskra fjölmiðla í nóvember á síðasta ári. Þær hófust upp úr miðjum þeim mánuði og var lokið uppúr áramótum. Svipaða sögu er að segja í Hollandi. Samt kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram í fjölmiðlum og segir að fyrrgreindir milljarðar séu til að borga kostnað Breta og Hollendinga við að koma greiðslum til Icesave innistæðueigenda. Hvaða andsk. greiðslur er ráðherrann að tala um? Eigum við Íslendingar að borga þetta Landsbankakjaftæði tvisvar? Sá grunur læðist að manni að lögmaðurinn Ragnar Hall hafi rétt fyrir sér og að þetta sé þrátt fyrir allt lögfræðikostnaður og þá væntanlega að hluta til greiðslur til samninganefndar Breta. Sú nefnd er sennilega enn að brosa að íslensku samninganefndinni sem virðist hafa kokgleypt allt sem Bretarnir lögðu fyrir framan hana. En hvort sem er mun það rétt hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir að þetta er eins og að borga fyrir vöndinn sem flengir mann. Eftir á að hyggja átti íslenska samninganefndin að bjóða Bretum og Hollendinum upp á tvennt. Fá Landsbankann eins og hann lagði sig. Eða við fengjum Landsbankann, gerðum upp þessar 20.000 evrur á haus og síðan mættu Bretar og Hollendingar hirða það sem eftir var af hræinu. Samninganefndin taldi sig að vísu að hluta til bundin af misvitrum ákvörðunum sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók eftir bankahrunið s.l. haust. En nefndin átti að halda því stíft fram að þær ákvarðanir voru teknar undir þrýstingi og hótunum og því ekki gildar að mati núverandi stjórnvalda. Icesave verður að gera upp með einu eða öðru móti. Nánasta framtíð landsins er í húfi. Sá samningur sem liggur fyrir gengur hinsvegar ekki. Alþingi verður að koma sér saman um fyrirvara sem sníða verstu agnúana af samningnum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun