Erlent

Kínverjar reka ólögleg fangelsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kínverjar reka fjölda ólöglegra fangelsa í hótelum, hjúkrunarheimilum og geðsjúkrahúsum í ríkiseigu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch greina frá þessu og byggja upplýsingarnar á viðtölum við 38 manns sem verið hafa í haldi í slíkum fangelsum. Samtökin segja oft vera um að ræða fólk utan af landi sem lagt hafi leið sína til höfuðborgarinnar Peking til að kæra stjórnvöld í sinni heimabyggð fyrir óréttlæti eða lögbrot. Kínversk stjórnvöld neita tilvist þessara ólögmætu fangelsa alfarið en þó hafa ríkisreknir kínverskir fjölmiðlar greint frá þeim í fréttum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×