Páll Kolbeinsson ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta Ómar Þorgeirsson skrifar 4. júní 2009 22:24 KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Mynd/Vilhelm Fyrrum landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, staðfesti fregnirnar í samtali við Vísi í kvöld. Þetta er í annað skiptið sem Páll þjálfar KR því eftir háskólanám í Bandaríkjunum sneri Páll heim til Íslands og lék fyrst með félaginu og varð Íslandsmeistari tímabilið 1989-1990, en svo tók svo við sem spilandi þjálfari og liðið varð bikarmeistari tímabilið 1990-1991 undir hans stjórn. Eftir það gerðist hann spilandi þjálfari Tindastóls. Páll er því öllum hnútum kunnur hjá KR en hann hefur undanfarið einnig gengt starfi formanns meistaraflokksráðs hjá félaginu. „Við erum mjög ánægðir með ráðninguna, sem og eflaust allir KR-ingar þar sem Palli er náttúrulega hokinn af reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og þekkir vel til leikmannahópsins vegna starfs hans fyrir félagið. Hann verður svo með góða menn sér til aðstoðar. Okkur fannst ekki ráðlagt að vera að binda okkur við erlenda þjálfara og þá í erlendri mynt og erum afar sáttir við að Palli hafi tekið verkefnið að sér," segir Böðvar sem kvað undirbúning fyrir næsta keppnistímabil vera þegar hafinn. „Núna getum við einbeitt okkur að leikmannamálum að fullu. Við byrjuðum náttúrulega eins og vanalega að vinna vinnuna okkar varðandi þau mál um leið og síðasta tímabili lauk. Jón Arnór[Stefánsson] er náttúrulega úti og svo ætlar Jakob Örn [Sigurðarson] einnig að reyna fyrir sér erlendis. Þá er Helgi Már[Magnússon] í Svíþjóð ásamt unnustu sinni Guðrúnu Sóley knattspyrnukonu og ekki vitað hvort að þau komi heim í haust eða framlengi dvöl sína úti. Við eigum eftir að sjá betur hvernig landið liggur í þessum málum þegar æfingar hefjast að fullu aftur seinna í sumar" segir Böðvar. Dominos-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, staðfesti fregnirnar í samtali við Vísi í kvöld. Þetta er í annað skiptið sem Páll þjálfar KR því eftir háskólanám í Bandaríkjunum sneri Páll heim til Íslands og lék fyrst með félaginu og varð Íslandsmeistari tímabilið 1989-1990, en svo tók svo við sem spilandi þjálfari og liðið varð bikarmeistari tímabilið 1990-1991 undir hans stjórn. Eftir það gerðist hann spilandi þjálfari Tindastóls. Páll er því öllum hnútum kunnur hjá KR en hann hefur undanfarið einnig gengt starfi formanns meistaraflokksráðs hjá félaginu. „Við erum mjög ánægðir með ráðninguna, sem og eflaust allir KR-ingar þar sem Palli er náttúrulega hokinn af reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og þekkir vel til leikmannahópsins vegna starfs hans fyrir félagið. Hann verður svo með góða menn sér til aðstoðar. Okkur fannst ekki ráðlagt að vera að binda okkur við erlenda þjálfara og þá í erlendri mynt og erum afar sáttir við að Palli hafi tekið verkefnið að sér," segir Böðvar sem kvað undirbúning fyrir næsta keppnistímabil vera þegar hafinn. „Núna getum við einbeitt okkur að leikmannamálum að fullu. Við byrjuðum náttúrulega eins og vanalega að vinna vinnuna okkar varðandi þau mál um leið og síðasta tímabili lauk. Jón Arnór[Stefánsson] er náttúrulega úti og svo ætlar Jakob Örn [Sigurðarson] einnig að reyna fyrir sér erlendis. Þá er Helgi Már[Magnússon] í Svíþjóð ásamt unnustu sinni Guðrúnu Sóley knattspyrnukonu og ekki vitað hvort að þau komi heim í haust eða framlengi dvöl sína úti. Við eigum eftir að sjá betur hvernig landið liggur í þessum málum þegar æfingar hefjast að fullu aftur seinna í sumar" segir Böðvar.
Dominos-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira