Lærdómar af Baugsmálinu Árni Páll Árnason skrifar 9. júní 2008 00:01 Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar