Viðskipti erlent

Hægir á vexti í Kína

Stálverksmiðja í úthverfi Peking.
Stálverksmiðja í úthverfi Peking. MYND/AFP

Samdráttur í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum virðist vera farinn að hafa áhrif á iðnframleiðslu Kínverja, en iðnframleiðsla í ágúst var 12,8 prósentum hærri en á sama tíma árið áður. Mánuðinn áður var aukningin milli ára 14,7 prósent, og töluvert undir væntingum hagfræðinga greiningardeilda sem spáðu því að iðnframleiðsla hefði aukist um 14,5 prósent milli ára.

Þetta er minnsti vöxtur iðnframlieðslu í sex ár.

Þessar tölur hafa vakið miklar áhyggjur bæði í Kína og annarstaðar, því hægari hagvöxtur í Kína mun setja enn frekari þrýsting á heimshagkerfið og auka líkur á því að lánsfjárkrísan sem hófst í Bandaríkjunum í fyrra breytist í heimskreppu. Stjórnvöld í Kína óttast einnig að minni hagvöxtur grafi undan pólítískum stöðugleika í landinu.

Hagvöxtur í Kína minnkaði fjórða mánuðinn í röð, og mælist nú 10,1 prósent á ársgrundvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×