Erlent

Hafa áhyggjur af auknum hassreykingum barna

Danir hafa þungar áhyggjur af auknum hassreykingum barna og ungmenna en talsmenn heilbrigðisyfirvalda segjast vita til þess að allt niður í átta ára börn hafi notað efnið.

Könnun frá því í fyrra gefur til kynna að 26 prósent 15 og 16 ára unglinga hafi reykt hass en það er aukning um rúmlega tvö prósentustig frá árinu þar áður. Yfirvöld halda því þó fram að neyslan sé enn útbreiddari en þessar tölur gefi til kynna og margir unglingar séu komnir í vandræði með neyslu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×