...aldrei á meðan við ráðum einhverju Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2008 00:01 Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar