Viðskipti innlent

Velta á hlutabréfum hefur dregist saman um 40 prósent

MYND/Stefán

Velta á hlutabréfamarkaði hefur dregist saman um 40 prósent það sem af er ári í samaburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Veltan í nýliðnum aprílmánuði reyndist 143 milljarðar króna og það sem af er árinu hefur velta með hlutabréf verið 644 milljarðar.

Viðskipti með skuldabréf í nýliðnum mánuði námu hins vegar 547 milljörðum sem er þriðja mesta velta í einum mánuði. Það sem af er ári nemur velta með skuldabréf 2.167 milljörðum en heildarvelta síðasta árs nam 2.430 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×