Viðskipti innlent

FL hlutir keyptir með bréfum í Glitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group.

FL Group hefur gert samninga um kauprétt á 862.017.533 hlutum í Glitni banka. Gerð kaupréttarsamningsins tengist tillögu stjórnar FL Group hf. um afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að samningurinn sé einungis gerður til að geta keypt hluti í Glitni banka til að nota sem greiðslu fyrir hluti í FL Group í tengslum við mögulega afskráningu félagsins.

Fjöldi hluta FL Group og tengdra aðila í Glitni banka breytist því ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×