Viðskipti innlent

Kaupþing og SPRON þurfa að finna kaupendur að Existahlutum

MYND/Heiða

Greiningardeild Glitnis segir hugsanlega sameiningu Kaupþings og SPRON væntanlegaa verða fyrsta stóra skrefið í samþættingu íslenskra fjármálafyrirtækja.

Sameiningin sé jákvæð, ekki síst fyrir SPRON sem hafi orðið mjög illa úti í lækkun hlutabréfamarkaða að undanförnu. Í ljósi versnandi efnahagsástands telur greiningadeildin að fjármunum hluthafa SPRON verði betur borgið með sameiningu við Kaupþing. Sameining félaganna myndi einnig styrkja íslenskan fjármálamarkað.

Tilkynnt var á miðvikudag að Kaupþing og SPRON hefðu ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu. Greining Glitnis bendir einnig á að eitt helsta úrlausnarefnið sem bíði félaganna í sameiningarviðræðunum sé að finna kaupendur að beinum og óbeinum eignarhlut SPRON í Exista, en gengi Exista hefur lækkað um rúm 60 prósent undanfarna tólf mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×