Viðskipti innlent

Hefði viljað hafa FL áfram á markaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.

„Ég hefði frekar viljað hafa FL Group áfram á markaði," segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Kauphöllinni barst tilkynning í morgun um að FL Group yrði skráð af markaði. LSR á um 1,17% hlut í félaginu.

Haukur segir að einungis örfáir mánuðir séu síðan að FL hélt útboð og samhliða því hafi verið kynnt ákveðin aðgerðaráætlun fyrir félagið. Hann telur að hægt hefði verið að láta betur reyna á þá áætlun áður en ákveðið var að taka félagið af markaði.

Haukur segir engin lög eða reglur koma í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi áfram hlut í FL Group þrátt fyrir að búið sé að taka félagið af markaði. LSR eigi samt eftir að mynda sér skoðun á því hvort að þeir vilji enn eiga hlut í félaginu eða hvort þeir kjósi að taka við hlutabréfum í Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×