Viðskipti erlent

Kreppan leggur norskt fyrirtæki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verðbréfafyrirtækið Car í Noregi er fyrst til að falla af þeim sem spáð hafa íslenskum bönkum hvað mestum hrakförum.
Verðbréfafyrirtækið Car í Noregi er fyrst til að falla af þeim sem spáð hafa íslenskum bönkum hvað mestum hrakförum.
Í vikunni varð norska verðbréfafyrirtækið Car gjaldþrota. Starfsemi fyrirtækisins hefur ekki farið hátt hér á landi utan að greinandi þess spáði Kaupþingi miklum hrakförum í júní síðastliðnum.

Í sumar var haft eftir Tom Svendsen, greinanda félagsins, í Dagens Næringsliv í Noregi, að EDGE innlánsreikningar Kaupþings væru til marks um örvæntingarfulla leit bankans að peningum þar sem bankinn rambaði á barmi gjaldþrots.

Dagens Industri í Svíþjóð greinir nú frá því að Car hafi orðið að hætta starfsemi vegna þess að fyrirtækið uppfylli ekki kröfur fjármálaeftirlits um eiginfjárstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×