Innlent

Skýra verður af hverju Glitni var ekki veitt neyðarlán

Tap hlutahafa í Glitni vegna aðgerða Seðlabankans nemur 170 milljörðum að sögn formanns félags fjárfesta. Hann vill að Seðlabankinn útskýri afhverju Glitni var ekki veitt neyðarlán.

Ríkisvæðing Glitnis hefur eðlilega mikil áhrif á stöðu núverandi hluthafa og ljóst að tap þeirra er gríðarlegt.

,,Ég sagði að 85 prósent hefðu tapast sem evru 170 milljarðar í svona snöggum reikningi en þá er gengið út frá því að markaðsverðið gangi ekki til baka. Við erum að tala um það að eignarhluti sem var metinn á 200 er metinn á 30 í dag," segir Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta.

Glitnir óskaði í upphafi eftir því að fá neyðarlán frá Seðlabankanum en þeirri beiðni var hafnað. Vilhjálmur kallar eftir frekari skýringum.

,,Ef það er rétt að Glitnir hafi leitað til Seðlabankans um lán og fengið þessa meðferð þá náttúrlega þarf að skýra það nánar," segir Vilhjálmur.

,,Það eru hluthafar sem taka á sig skellinn í þessu dæmi en það kann að vera að hluthafar endurheimti þetta með einhverjum hætti á næstunni en þessi orð formanns bankastjórnar Seðlabankans um að hin leiðin hefði þýtt að bankinn rúllað var dýr líka en ég þori ekki að segja um hvað var í spillunum í þessu máli," segir Vilhjálmur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.