Viðskipti innlent

Áréttar að að Fons eigi enn 29% í Ticket

Ticket Travel Group áréttar að engar breytingar hafi orðið á eignarhaldi Fons í Ticket og að Fons eigi en rúmlega 29% hlut í félaginu sem keyptur var af Northern Travel Holding í ágúst s.l.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ticket þar sem segir að þetta sé áréttað til að koma í veg fyrir allan misskilning.

Matthías Imsland stjórnarformaður í Ticket segir að félagið hafi ekki orðið fyrir neinum skaða vegna rangra frétta af eignarhaldi Fons. Þarna hafi einfaldlega verið á ferðinni óvandaðir blaðamenn að skrifa eitthvert bull án þess að leita staðfestingar á því hvað væri rétt í málinu.

Ticket er ein af stærstu ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum með um 470 starfsmenn og veltu upp á um 76 milljarða kr. á ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×