Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð komið í tæpa 1.000 punkta

Skuldatryggingarálagið á lán til íslenska ríkisins er komið í 948 punkta samkvæmt CMA Datavision. Þetta þýðir t.d. að ef Rússar ætla að tryggja sitt lán til íslenska ríkisins mun það kosta þá 948.000 evrur á ári fyrir hverjar 10 milljónir evra sem tryggðar eru.

Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að til samanburðar sé álagið 118 punktar fyrir lán til ríkissjóðs Tékklands og 238 punta fyrir Marokkó.

Seljendur skuldatrygginga eru í miklum vandræðum eftir þrot íslensku bankanna. Alls voru 376 lánasamningar hjá bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni, með skuldatryggingar sem seldar voru um allan heim.

Fram kemur á Bloomberg m.a. að Fjármálaþjónusta Moodys sé nú með slíkar tryggingar tengdar íslensku bönkunum til endurskoðunnar og nemur heildarupphæðin tæpum 3 milljörðum evra eða um 450 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×