Viðskipti innlent

SÍ krefur Sparisjóðabankann um 60 milljarða kr. tryggingu

Seðlabanki Íslands hefur krafið Sparisjóðabanka Íslands (áður Icebank) um 60 milljarða kr, í auknar tryggingar.

Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar segir að Seðlabankinn hafi tilkynnt Sparisjóðabanka Íslands hf. að verðmæti óvarinna verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka, hafi verið endurmetin.

Jafnframt krafði Seðlabankinn Sparisjóðabanka Íslands um auknar tryggingar vegna þeirra veðlána. Krafa um auknar tryggingar nemur um 60 milljörðum króna.

Sparisjóðabanki Íslands leitar nú samninga við Seðlabankann og /eða ríkissjóð vegna þessa endurmats Seðlabanka Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×