Viðskipti erlent

Yahoo! hafnaði tilboði Microsoft um kaup á leitarvélahluta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jerry Yang, forstjóri Yahoo!
Jerry Yang, forstjóri Yahoo! MYND/AP

Yahoo! hafnaði í dag tilboði Microsoft og milljarðamæringsins Carls Icahns um kaup á leitarvélahluta fyrirtækisins.

 

Talsmenn Yahoo! segja auglýsingasamninginn sem fyrirtækið gerði við Google hafa í för með sér mun hagstæðari kjör en tilboð Microsoft og Icahns en Jerry Yang, forstjóri Yahoo!, hefur sætt gagnrýni Icahns fyrir að ganga ekki að samningaborðinu með Microsoft sem dró í byrjun maí til baka tilboð um að kaupa Yahoo! fyrir 47,5 milljarða bandaríkjadala.

 

Hjá Microsoft tala menn samt sem áður um að kasta fram nýju tilboði ef Icahn, sem á 69 milljónir hluta í Yahoo!, tekst að koma Yang og stjórn hans frá völdum innan fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×