Viðskipti innlent

Tchenguiz selur sex hótel til að létta á skuldastöðunni

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz

Fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista þar sem hann á 5% hlut, hefur selt sex hótel til að létta aðeins á skuldastöðu sinni.

Hótelkeðjan Travelodge keypti hótelin af Tchenguiz á 85 milljónir punda eða sem nemur rúmlega 12 milljörðum kr. Ætlar keðjan síðan að eyða 14 milljónum punda í endurbætur á hótelunum.

Tchenguiz hefur orðið hart úti í lausafjárkreppunni undanfarna mánuði. Í blaðinu the Guardian er fjallað um hótelsöluna og þar segir að Tchenguiz hlægi að þeim orðrómi að hann hafi neyðst til þess að selja lúxussnekkju sína og aðrar fjölskyldueignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×