Það sem höfðingjarnir hafast að Glúmur Jón Björnsson skrifar 12. apríl 2008 00:01 Umræðan Loftslagsmál Árið 1992 gaf Al Gore út bókina Earth in the Balance um umhverfismál. Þar vitnaði hann til ræðu indíánahöfðingjans Chief Seattle sem höfðinginn átti að hafa haldið árið 1855 um ást sína á náttúrunni. Án efa hafa margir umhverfissinnar tárast við lestur hennar og hugsað líkt og Gore hve nútímamaðurinn væri mikill umhverfissóði í samanburði við góða indíánann. Ræðan var reyndar samin af handritshöfundinum Ted Perry árið 1971. Gore stundar svipuð vinnubrögð í nýlegri kvikmynd sinni An Inconvenient Truth sem byggð er á fyrirlestri hans um hlýnun andrúmsloftsins. Hann fullyrðir að enginn ágreiningur sé um þessi flóknu vísindalegu álitaefni. Hann slær hins vegar ýmsu fram sem þetta sama vísindasamfélag hefur ekki tengt við loftslagshlýnun eða einfaldlega talið ólíklegt. Dæmi um það eru afdrif Golfstraumsins sem Gore málar dökkum litum í mynd sinni. Í skýrslu loftslagsnefndar SÞ er málið alls ekki lagt upp á þennan hátt. Mér skilst að þetta atriði hafi ekki verið borið á borð fyrir Íslendinga í Háskólabíói. Er Golfstraumurinn hættur við að hætta? Hið sama má segja um spár hans um bráðnun tveggja jökla sem Gore segir samanlagt hækka sjávarmál um 13 metra. Gore tengir líka fellibylinn Katrínu óhikað við loftslagsbreytingar. Í myndinni reynir Gore að sannfæra áhorfendur um að ef þeir elski börnin sín og hafi snefil af sómakennd verði þeir að breyta um lífsstíl. Sjálfur býr hann í þremur glæsihýsum, ekur um fjölskyldubúgarðinn á pallbíl og ferðast meira en flestir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartar undan því í grein hér í blaðinu á þriðjudaginn að mér hafi verið boðið í nokkurra mínútna spjall í Silfri Egils um þessi mál. Hann kallar stjórnanda þáttarins „loddara" fyrir vikið. Efnislega hefur Árni þó ekkert við málflutning minn að athuga, sem kemur á óvart, miðað við æsinginn yfir því að ég hafi fengið að tjá mig. Umhverfissamtökin sem Árni veitir forstöðu þiggja ríkisstyrki til starfsemi sinnar. Árni virðist telja þessum fjármunum skattgreiðenda best varið í tilraunir til að hefta umræðu um umhverfismál.Höfundur er efnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Loftslagsmál Árið 1992 gaf Al Gore út bókina Earth in the Balance um umhverfismál. Þar vitnaði hann til ræðu indíánahöfðingjans Chief Seattle sem höfðinginn átti að hafa haldið árið 1855 um ást sína á náttúrunni. Án efa hafa margir umhverfissinnar tárast við lestur hennar og hugsað líkt og Gore hve nútímamaðurinn væri mikill umhverfissóði í samanburði við góða indíánann. Ræðan var reyndar samin af handritshöfundinum Ted Perry árið 1971. Gore stundar svipuð vinnubrögð í nýlegri kvikmynd sinni An Inconvenient Truth sem byggð er á fyrirlestri hans um hlýnun andrúmsloftsins. Hann fullyrðir að enginn ágreiningur sé um þessi flóknu vísindalegu álitaefni. Hann slær hins vegar ýmsu fram sem þetta sama vísindasamfélag hefur ekki tengt við loftslagshlýnun eða einfaldlega talið ólíklegt. Dæmi um það eru afdrif Golfstraumsins sem Gore málar dökkum litum í mynd sinni. Í skýrslu loftslagsnefndar SÞ er málið alls ekki lagt upp á þennan hátt. Mér skilst að þetta atriði hafi ekki verið borið á borð fyrir Íslendinga í Háskólabíói. Er Golfstraumurinn hættur við að hætta? Hið sama má segja um spár hans um bráðnun tveggja jökla sem Gore segir samanlagt hækka sjávarmál um 13 metra. Gore tengir líka fellibylinn Katrínu óhikað við loftslagsbreytingar. Í myndinni reynir Gore að sannfæra áhorfendur um að ef þeir elski börnin sín og hafi snefil af sómakennd verði þeir að breyta um lífsstíl. Sjálfur býr hann í þremur glæsihýsum, ekur um fjölskyldubúgarðinn á pallbíl og ferðast meira en flestir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartar undan því í grein hér í blaðinu á þriðjudaginn að mér hafi verið boðið í nokkurra mínútna spjall í Silfri Egils um þessi mál. Hann kallar stjórnanda þáttarins „loddara" fyrir vikið. Efnislega hefur Árni þó ekkert við málflutning minn að athuga, sem kemur á óvart, miðað við æsinginn yfir því að ég hafi fengið að tjá mig. Umhverfissamtökin sem Árni veitir forstöðu þiggja ríkisstyrki til starfsemi sinnar. Árni virðist telja þessum fjármunum skattgreiðenda best varið í tilraunir til að hefta umræðu um umhverfismál.Höfundur er efnafræðingur.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar