Viðskipti erlent

Olíutunnan niður fyrir 100 dali

Heimsmarkaðsverð á olíutunnu fór niður fyrir 100 bandaríkjadali í dag, á sama tíma og fundur OPEC ríkjanna er að hefjast í Vín. Verð á olíu fór niður í 99 dali og 56 cent og hefur það ekki verið lægra í fimm mánuði, eða síðan í apríl.

Þessi skarpa verðlækkun gæti orðið til þess að þrýsta á að olíuríkin minnki framleiðslumagn sitt. Saudi Arabar, sem eru umfangsmestir í framleiðslu olíu, vilja þó halda framleiðslumagni óbreyttu og er talið líklegt að flest hinna olíuríkjanna fylgi fordæmi þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×